Fréttir | 08. okt. 2016

Ban Ki-moon

Forseti á fund með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon. Rætt var um feril hans í starfi framkvæmdastjóra undanfarinn áratug, frumkvæði í loftslagsmálum og vandasöm viðfangsefni Sameinuðu þjóðanna á alþjóðavettvangi. Fundinn sátu einnig Eliza Reid forsetafrú og Ban Soon-taek, eiginkona framkvæmdastjórans. Að fundinum loknum var gengið til kvöldverðar til heiðurs hjónunum. Fyrr um daginn voru forsetahjón viðstödd hátíðarathöfn Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu þar sem Ban Ki-moon tók við heiðursverðlaunum fyrir stuðning sinn við aðgerðir gegn loftslagsvá í heiminum og atbeina í málefnum Norðurslóða. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar