Fréttir | 13. okt. 2016

Borgarholtsskóli 20 ára

Forseti sækir afmælishátíð Borgarholtsskóla. Skólinn fagnar í ár 20 ára afmæli og var því blásið til mikillar afmælishátíðar. Forseti gekk um skólann með fylgdarliði og kynnti sér þá öflugu og fjölbreyttu kennslu sem þar fer fram. Í stuttu ávarpi árnaði hann skólanum allra heilla, óskaði nemendum velfarnaðar og minnti á nauðsyn þess að í menntakerfinu ríki fjölbreytni þannig að allir geti fundið sér nám við hæfi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar