Fréttir | 13. okt. 2016

Klúbburinn Geysir

Forseti heimsækir Klúbbinn Geysi og kynnir sér starfsemi hans. Starfið miðar að því að rjúfa einangrun þeirra sem hafa glímt við geðsjúkdóma, hjálpa þeim að taka virkan þátt í samfélaginu og komast á vinnumarkaðinn. Í samræðum við félaga klúbbsins og stjórnendur var meðal annars bent á mörg dæmi um þann mikla árangur sem starfið hefur skilað í áranna rás. Jafnframt kom fram hve auðvelt væri að sýna fram á að með hinu góða starfi sem unnið er innan klúbbsins sparast háar fjárhæðir sem þyrfti ella að verja til að sinna fólki með geðraskanir og sjúkdóma innan heilbrigðiskerfisins. Geysir hefur verið starfræktur frá árinu 1999 og má fleiri upplýsingar um klúbbinn finna hér. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar