Fréttir | 27. okt. 2016

Heimsókn til Specialisterne

Forseti mætir á opið hús hjá Specialisterne, samtökum sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi en veita þeim einnig margvíslega aðra aðstoð. Fyrir tilstilli samtakanna, sem vinna að danskri fyrirmynd, hafa fjölmargir fengið atvinnu, oft í hlutastarfi, og brotist þannig út úr vítahring einangrunar og brostins sjálfstrausts. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar