Fréttir | 03. nóv. 2016

Neyðarþjónusta

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um sálrænan stuðning við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu. Að ráðstefnunni koma m.a. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Landssamband lögreglumanna, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Sálfræðingarnir Lynghálsi, Háskólinn í Reykjavík, Rauði krossinn og fleiri aðilar. Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægi þess að allir sem sinna neyðarþjónustu geti bæði búið sig undir það sálræna álag sem því hlýtur að fylgja og jafnframt notið aðstoðar og stuðnings eftir þörfum. Ávarp forseta.