Fréttir | 11. nóv. 2016

Frumkvöðlasetrið Frumbjörg

Forseti kynnir sér Frumbjörg, frumkvöðlasetur í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík. Brandur Bjarnason Karlsson þróunarstjóri kynnti starfsemi setursins sem var stofnað fyrr á þessu ári. Því er ætlað að skapa vettvang fyrir hreyfihamlaða svo að þeir geti unnið að nýsköpunarverkefnum. Setrið er einnig ætlað þeim sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróunarstarfi á velferðar- og heilbrigðissviði. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar