Fréttir | 12. nóv. 2016

Skjöl landsnefndarinnar fyrri

Forseti flytur ræðu við hátíðarathöfn þegar fagnað er útgáfu annars bindi skjala landsnefndarinnar fyrri og vefurinn landsnefndin.is opnaður. Forseti setti jafnframt ráðstefnu um skjöl landsnefndarinnar. Nefndina skipuðu þrír menn sem ferðuðust um Ísland á vegum Danakonungs árin 1770-1771 og söfnuðu upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Þar með urðu til einstæðar heimildir sem nú er verið að gefa út og gera aðgengileg á veraldarvefnum. Í ræðu sinni minnti forseti á mikilvægi skriflegra heimilda við rannsóknir á liðinni tíð en um leið að þær þyrfti að vega og meta, setja í samhengi og túlka. Ræða á dönskuRæða á íslensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar