Fréttir | 16. nóv. 2016

Dagur íslenskrar tungu á Hvolsvelli

Forseti heimsækir Hvolsskóla og nýtur hátíðardagskrár á degi íslenskrar tungu. Árla morguns hófu nemendur upplestur á Brennu-Njálssögu og milli kafla voru leik- og tónlistaratriði. Forseti sótti hluta dagskrárinnar og flutti ávarp þar sem hann minntist m.a. á mikilvægi þess að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi. Auk þess lofaði forseti leik, list og lestur nemenda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar