Fréttir | 17. nóv. 2016

Fræðimenn á vegum Fulbright stofnunarinnar

Forsetahjónin taka á móti bandarískum fræðimönnum sem eru við rannsóknir, kennslu og störf á Íslandi fyrir atbeina Fulbright-stofnunarinnar. Gestirnir að vestan vinna hjá háskólum eða stofnunum víða um land. Í frásögnum þeirra kom glöggt fram hve mikið gagn má hafa af heimsóknum af þessu tagi og jafnframt hve mjög aðkomufólkið hefur notið dvalarinnar hér. Mynd.