Fréttir | 21. nóv. 2016

Fjölbrautaskólinn í Ármúla

Forseti heimsækir Fjölbrautaskólann í Ármúla og ræðir þar við kennara og nemendur og skoðar skólann. FÁ fagnar nú 35 ára afmæli sínu en fékk auk þess í dag afhentan Grænfánann til staðfestingar á starfi sem miðar að því að auka vitund nemenda um gildi sjálfbærni og umhverfisverndar. Í ávarpi ræddi forseti um umhverfismál og þakkaði það góða starf sem unnið væri í skólanum og ræddi einnig um hvernig menntun getur aukið sjálfstraust manna og hvatt þá til ná settum markmiðum. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar