Fréttir | 25. nóv. 2016

Stjórnarmyndunarviðræður

Forseti á fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Farið var yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum og skilaði Katrín umboði forseta til stjórnarmyndunar. Að fundi þeirra loknum ræddi forseti í síma við formenn eða fulltrúa annarra stjórnmálaflokka á Alþingi og hélt svo fréttamannafund. Þar lýsti forseti sýn sinni á gang stjórnarmyndunarviðræðna og rakti næstu skref í þeim efnum. Yfirlýsing.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar