Fréttir | 09. des. 2016

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Forseti heimsækir Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Forseti kynnti sér fjölbreytta starfsemi miðstöðvarinnar, ekki síst á sviði starfsendurhæfingar og annarrar aðstoðar við fólk sem vill læra og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Einnig fræddist forseti um íslenskunám og aðra aðstoð við þá sem eru nýfluttir til Íslands og vilja hjálp við að komast inn í íslenskt samfélag. Þá fékk forseti að hlýða á fróðlegar reynslusögur þeirra sem hafa notið góðs af starfseminni. Að lokum fékk forseti buff að gjöf.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar