Fréttir | 13. des. 2016

Rögnvaldur Ólafsson arkitekt

Forseti tekur á móti eintaki nýrrar bókar Björns G. Björnssonar um Rögnvald Ágúst Ólafsson arkitekt og verk hans. Rögnvaldur teiknaði m.a. Staðastað að Sóleyjargötu 1 árið 1912 fyrir Björn Jónsson ráðherra og ritstjóra. Síðar átti Kristján Eldjárn húsið um skeið en frá árinu 1996 hefur skrifstofa forseta Íslands verið þar.