Fréttir | 28. des. 2016

Ásusjóður

Forseti er viðstaddur verðlaunaafhendingu úr Ásusjóði. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Guðrún Larsen jarðfræðingur og prófessor emerita við Háskóla Íslands fyrir rannsóknir og kennslu á fræðasviði sínu.

Guðrún Lar­sen, jarðfræðing­ur og vís­indamaður emer­ita við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans, hlaut viður­kenn­ingu úr Verðlauna­sjóði Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright fyr­ir árið 2016. 

„Guðrún Lar­sen jarðfræðing­ur hef­ur stundað viðamikl­ar rann­sókn­ir á gjósku­lög­um eld­fjalla og ekki síst Vatna­jök­uls­kerf­is­ins sem hún tel­ur að muni sýna áfram­hald­andi eld­virkni næstu ár eða ára­tugi. Fyr­ir það hlýt­ur hún Ásu­verðlaun Vís­inda­fé­lags Íslend­inga fyr­ir árið 2016,“ seg­ir í til­kynn­ingu.
Verðlaun úr sjóðnum eru veitt þeim ís­lensk­um vís­inda­manni sem náð hef­ur framúrsk­ar­andi ár­angri á sér­sviði sínu í vís­ind­um eða fræðum og miðlað þekk­ingu sinni til fram­fara í ís­lensku þjóðfé­lagi, seg­ir jafn­framt í til­kynn­ingu. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar