Fréttir | 10. jan. 2017

Ábyrg ferðaþjónusta

Forseti flytur ávarp á viðburði sem skipulagður er af Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasanum í tengslum við hvatningarverkefni þeirra í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar um ábyrga ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að Ísland verði eftirsóknarverður áfangastaður ferðafólks um ókomna tíð og fyrirtæki sem sinna ferðamönnum axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur fyrir umhverfið og samfélagið um leið og öryggis ferðamanna skuli gætt í hvívetna. Yfir 250 fyrirtæki undirrituðu yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Ávarp forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar