Fréttir | 06. feb. 2017

Grænland

Forseti ræðir við Sigurstein Másson um geðheilbrigðismál á Grænlandi. Sigursteinn hefur lengi unnið að þeim málaflokki og kynnti fyrir forseta mögulegar leiðir til að stuðla að bættu geðheilbrigði og forvörnum á Grænlandi, einkum í hinum afskekktu og strjálu þorpum á austurströnd landsins. Rætt var um að Vestnorræna ráðið gæti til dæmis látið til sín taka í þessum efnum með aðkomu Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar