Fréttir | 10. feb. 2017

Döff

Forseti Íslands heimsælir Félag heyrnarlausra á Íslandi í tilefni af degi íslenska táknmálsins sem haldinn er hátíðlegur 11. febrúar ár hvert. Í fylgd táknmálstúlks ræddi forseti við gesti og gangandi og fræddist um menningarheim döff en það orð er notað um þá sem eru heyrnarlausir eða heyrnardaufir. Fræðast má um hina mikilvægu starfsemi Félags heyrnarlausra á heimasíðu þess og fésbókarsíðu. Við lok heimsóknar var forseti leystur úr með góðum gjöfum, riti um sögu heyrnarlausra á Íslandi - og buffi félagsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar