Fréttir | 02. nóv. 2017

112 dagurinn

Forseti Íslands tekur þátt í viðburðum í og við Reykjavíkurhöfn á 112 deginum. Forseti var í hópi fjölmargra landsmanna sem kynntu sér starfsemi stofnana á sviði björgunar og viðbúnaðar. Skyndihjálparmaður ársins 2017 var tilnefndur, Unnur Lísa Schram sem bjargaði lífi eiginmanns síns með hjartahnoði uns sjúkrabíll kom á vettvang, og sannaði þannig gildi þess að hafa sótt námskeið í skyndihjálp. Forseti tók sjálfur þátt í deginum með því að bregða sér í blautbúning, stökkva í höfnina með liðsmanni Landhelgisgæslunnar og láta svo hífa sig upp í gæsluþyrlu í öruggum höndum sigmanns.

Að 112 deginum stóðu þessir í þetta sinn: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi, Landssamband slökkviliðs- og sjúkrafluttningamanna, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Mannvirkjastofnun, Landspítalinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjórinn, Embætti landlæknis, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Barnarverndarstofa, Landhelgisgæsla Íslands, Vegagerðin og samstarfsaðilar um land allt.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar