Fréttir | 14. feb. 2017

Fríðuhús

Forseti Íslands tekur á móti gestum Fríðuhúss. Á þeim góða stað er dagvistun fyrir fólk með heilabilun. Gestir þjálfa hug og hönd og njóta félagsskapar. Með þessu móti tekst að vinna gegn einangrun, efla sjálfstraust og auka lífsgæði. Í nóvember síðastliðnum heimsótti forseti Fríðuhús og var leystur út með góðum gjöfum, meðal annars hvítu fallegu buffi með merki Alzheimer-samtakanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar