Fréttir | 01. mars 2017

Heilsuefling

Forseti Íslands afhendir Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Gulleplið, viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflingar á framhaldsskólastiginu. Í skólanum hefur markvisst verið unnið að bættri heilsu, bæði á sál og líkama. Að viðurkenningarathöfn lokinni þar sem skemmtiatriði og fræðsla voru í boði kynnti forseti sér starfsemi og húsnæði skólans í fylgd stjórnenda hans.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður árið 2009, er til húsa í sérhannaðri byggingu sem hefur víða vakið athygli og fer að ýmsu leyti óhefðbundnar og framsæknar leiðir í námi og kennslu. Gulleplið hefur verið afhent frá árinu 2011 og hlaut Flensborgarskóli þá hnossið. Átak þetta um heilsueflingu innan framhaldsskólanna þykir hafa gefið góða raun.