Fréttir | 03. mars 2017

Geðheilbrigðismál

Forseti Íslands á fund með Gunnari Hrafni Jónssyni alþingismanni um þunglyndi, aðra geðsjúkdóma, sjálfsvíg og leiðir til úrbóta á Íslandi. Víða var komið við en meðal annars rætt um hið góða starf Hugarafls og Píeta Ísland. Einnig var minnst á nauðsyn þess að veita fé til forvarna í geðheilbrigðismálum og hvernig það myndi í raun lækka útgjöld til langframa hjá hinu opinbera og auka lífsgæði fólks.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar