Fréttir | 04. mars 2017

Háskóladagurinn

Forseti Íslands setur Háskóladaginn í Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Að deginum standa allir sjö háskólar landsins. Í stuttu ávarpi minnti forseti á mikilvægi þess að fólk geti aflað sér menntunar eftir eigin óskum og átt góða von um að fá síðan starf við hæfi á viðunandi launum. Jafnframt yrði að gæta því að ungu fólki yrði ekki gert nánast ókleift að eignast eða leigja þak yfir höfuðið. Það skref ætti að vera erfitt, eins og krefjandi nám, en það mætti ekki vera illmögulegt.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar