Fréttir | 09. mars 2017

Fjölsmiðjan

Forseti Íslands heimsækir Fjölsmiðjuna, vinnusetur fyrir ungt fólk sem þarf tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða frekara nám. Forseti kynnti sér hina fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsnæði Fjölsmiðjunnar að Víkurhvarfi í Kópavogi, ræddi við starfsfólk og nema og naut síðan hádegisverðar í mötuneyti vinnusetursins sem er opin almenningi í hádeginu alla daga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar