Fréttir | 17. mars 2017

Fundur um jafnréttismál

Eliza Reid á fund í Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum um launamun kynjanna á vinnumarkaði. Fundinn sátu Victoria A. Budson, sem fer fyrir Women and Public Policy Program við skólann, og Halla Logadóttir, sérfræðingur í umhverfismálum þar. Í Boston sótti Eliza einnig hádegisverð og samkomu sem Robert Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, stóð að. Viðburðinn sótti fólk úr viðskipta-, mennta- og menningarlífi borgarinnar, auk Íslendinga sem búa á þessum slóðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar