Fréttir | 27. mars 2017

Forseti Eistlands

Forseti á fund með Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands, í embættisbústað hennar við Kadriorg-garð í Tallinn, höfuðborg landsins. Rætt var um hin góðu samskipti Íslands og Eistlands allt frá sjálfstæðisheimt Eistlendinga sumarið 1991 og leiðir til að efla þau enn frekar, einkum á sviði menningar og viðskipta. Þá var rætt um framboð Eistlands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Brexit, framtíð Evrópusambandsins og almennar horfur á alþjóðavettvangi.

Forseti Íslands hefur dvalið í Tallinn síðan opinberri heimsókn forsetahjónanna til Noregs lauk. Auk fundarins með Kersti Kaljulaid hitti forseti að máli Helen Tälli, ræðismann Íslands í Eistlandi.

Myndir frá heimsókn forseta til Eistlands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar