Fréttir | 11. apr. 2017

Sendiherra Ítalíu

Forseti Íslands á fund með Giorgio Novello, sendiherra Ítalíu á Íslandi (með aðsetur í Noregi). Rætt var um vinsamleg samskipti ríkjanna og samstarf á ýmsum sviðum, ekki síst á vettvangi eldfjallarannsókna, viðvörunarkerfa vegna yfirvofandi jarðskjálfta og nýtingu jarðhita. Sendiherra lofaði sérstaklega starf Landhelgisgæslunnar í Miðjarðarhafi þar sem gæsluliðar voru við eftirlit og björgun flóttafólks á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar