Fréttir | 19. apr. 2017

Útflutningsverðlaun

Forseti afhendir Útflutningsverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Fyrirtækið sem hlaut verðlaunin er Skaginn 3X. Jafnframt afhenti forseti heiðursviðurkenningu sem í þetta sinn var veitt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands. Við þetta tækifæri flutti forseti ávarp og Sigsteinn Grétarsson, formaður dómnefndar og stjórnarformaður Íslandsstofu, fjallaði um niðurstöðu nefndarinnar.