Fréttir | 30. apr. 2017

Grótta 50 ára

Forseti og forsetafrú sitja hátíðarkvöldverð í tilefni af hálfrar aldar afmæli Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. Forsetafjölskyldan bjó um skeið í þeim bæ áður en flutt var á Bessastaði. Í ávarpi rakti forseti mikilvægi öflugs íþrótta- og tómstundastarfs í samfélaginu eins og sjá mætti svo vel á Seltjarnarnesi þar sem Grótta skipaði ríkan sess í félagslífinu. Forseti lagði sérstaka áherslu á að þjálfurum og forráðafólki íþróttafélaga bæri að leyfa öllum að vera með og njóta sín á eigin forsendum, hvetja börn og unglinga til að vera metnaðarfull og setja sér markmið en kenna þeim einnig að sýna sannan íþróttaanda og láta ekki kné fylgja kviði, kunna að gleðjast yfir góðum árangri en líka að taka ósigri.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar