Fréttir | 07. maí 2017

Sæluvika í Skagafirði

Forseti og forsetafrú sækja Skagfirðinga heim í tilefni af Sæluviku sem á sér ríka hefð í héraðinu allt frá árinu 1874. Forsetahjónin þáðu hádegisverð í boði sveitarstjórnar í Hótel Tindastóli, sóttu opið hús í Árskóla á Sauðárkróki, skoðuðu myndlistarsýningu í Gúttó og heilsuðu upp á bændur á Syðra-Skörðugili og Syðri-Hofdölum austan Vatna. Að kvöldi sóttu forseti og frú Elísa tónleika Karlakórsins Heimis í félagsheimilinu Miðgarði. Myndasafn úr heimsókninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar