Fréttir | 31. maí 2017

Forsætisráðherra Finnlands

Forseti á fund með Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands í embættisbústað hans. Rætt var um samskipti Íslands og Finnlands að fornu og nýju og ýmsa þætti finnsks samfélags sem mega vera öðrum til eftirbreytni, meðal annars menntakerfi landsins og umbætur í stjórnsýslu. Þá barst talið að framtíð Parísarsamkomulagsins um aðgerðir í loftslagsmálum. Einnig var fjallað um norræna samvinnu og málefni norðurslóða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar