Fréttir | 31. maí 2017

Sjálfstæðisafmæli Finna

Forseti og forsetafrú taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands á morgun, fimmtudaginn 1. júní, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum Norðurlanda í boði finnskra stjórnvalda.

Í dag, miðvikudaginn 31. maí, sitja þau hádegisverðarboð finnsku forsetahjónanna og forseti Íslands og forseti Finnlands munu eiga fund og ræða við fréttamenn. Þá mun forseti Íslands einnig eiga fundi í dag með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, og Maria Lohela, forseta finnska þingsins. Meðan á heimsókn forsetahjóna til Finnlands stendur munu þau jafnframt hitta Íslendinga búsetta í Finnlandi í móttöku sem sendiherra Íslands í Finnlandi býður til. Fréttatilkynning.

Myndir frá heimsókninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar