Fréttir | 11. júní 2017

Sjómannadagurinn

Forseti tekur þátt í hátíðahöldum og viðburðum á sjómannadeginum. Að morgni dags var forseti viðstaddur afhjúpun minnisvarða við franska spítalann sem opnaður var við Frakkastíg í Reykjavík árið 1902, ætlaður frönskum sjómönnum en þjónaði um leið íslenskum almenningi. Síðan lá leiðin að minnismerkinu í Fossvogskirkjugarði um sjómenn sem létu lífið á hafi úti. Þar var að venju minningarathöfn á sjómannadegi. Forseti var síðan við sjómannamessu í Grindavíkurkirkju, flutti hátíðarávarp á samkomu við Grindavíkurhöfn og heimsótti dvalarheimili aldraðra í bænum ásamt forsetafrú og börnum þeirra. Að síðustu var forseti á Laugardalsvelli og fylgdist með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu afla þriggja dýrmætra stiga í leik gegn Króötum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar