Fréttir | 15. júní 2017

Nýr sendiherra Kostaríku

Forseti á fund með nýjum sendiherra Kostaríku, hr. Roberto Carlos Dormond Cantú, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hina merku sögu landsins, sjálfstæði snemma á 19. öld, kennsluskyldu fyrir bæði kyn síðar á öldinni, herlaust land frá 1948 og mikilsvert framlag til friðarmála á heimsvísu. Einnig var fjallað um sameiginlega hagsmuni smáríkja í hörðum heimi, loftslagsmál og fiskveiðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar