Fréttir | 19. júní 2017

Hallveigarstaðir

Forsetahjón sækja hátíðardagskrá á Hallveigarstöðum. Hálf öld er frá því að húsið var vígt en það er í eigu íslensku kvennahreyfingarinnar. Ýmis félagasamtök sem berjast fyrir kvenréttindum og jafnréttismálum hafa aðsetur á Hallveigarstöðum, til dæmis Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Druslubækur og doðrantar, W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, Félag einstæðra foreldra og Kvennaráðgjöfin. Forseti flutti ávarp þar sem hann vék meðal annars að afstöðu samfélags og stjórnvalda til kynferðisbrota. Ávarp forseta.