Fréttir | 22. júní 2017

Vistvæn orka

Forseti á fund með Oliver Stankiewitz frá The Nordur Initiative, Ronnie Kaufmann forstjóra Swiss Power og fleiri sérfræðingum sem kynntu honum hugmyndir um stórtæka framleiðslu á metani úr kolsýru og íslenskri raforku. Slík framleiðsla, sem ekki mundi nauðsynlega kalla á nýjar raforkuvirkjanir á Íslandi, gæti orðið samstarfsverkefni Sviss og Íslands og myndi stuðla að aukinni metannotkun fyrir bílaflota beggja landa.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar