Fréttir | 01. ágú. 2017

Grænland

Forseti á fund með Hrafni Jökulssyni um nýliðnar náttúruhamfarir á Grænlandi og söfnunina Vinátta í verki sem Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn og Kalak – Vinafélag Íslands og Grænlands stóðu að. Alls söfnuðust yfir 43 milljónir króna hér á landi og létu einstaklingar, fyrirtæki og öll sveitarfélög á landinu fé af hendi rakna til nauðstaddra granna okkar. Á fundinum kynnti Hrafn hugmyndir um notkun fjárins til góðra verka á Grænlandi. Einnig var rætt um áformaða heimsókn forseta til Grænlands þegar tök eru á.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar