Fréttir | 03. ágú. 2017

Stjórnarskrárnefnd Grænlands

Forseti á fund með stjórnarskrárnefnd Grænlands. Nefndin er stödd hér á landi til að afla upplýsinga vegna fyrirhugaðrar stjórnarskrár fyrir Grænland. Á fundinum var fjallað um sjálfstæðismál Íslendinga, hugsanleg fordæmi og framtíð grænlensks samfélags, áskoranir og tækifæri. Frétt grænlensku fréttaveitunnar Sermitsiaq um fund forseta með stjórnarskrárnefndinni má lesa hér.