Fréttir | 12. sep. 2017

Sendiherra Svíþjóðar

Forseti á fund með nýjum sendiherra Svíþjóðar, Håkan Juholt, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um farsæl samskipti ríkjanna til margra ára og möguleika á auknum viðskiptum en einnig um samvinnu á sviði menningar, mennta og listar. Í kjölfarið var efnt til móttöku, sendiherranum til heiðurs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar