Fréttir | 19. sep. 2017

Breskir þingmenn

Forseti tekur á móti sendinefnd frá breska þinginu sem stödd er hér á landi. Rætt var um samskipti Íslands og Bretlands í bráð og lengd, áhrif Brexit og möguleika á að tryggja að viðskipti ríkjanna haldi áfram að eflast og dafna. Þá var rætt um norðurslóðir og áskoranir á þeim vettvangi, öryggismál í Evrópu, loftslagsmál og nauðsyn aðgerða vegna hlýnunar jarðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar