Fréttir | 13. okt. 2017

Finnskur ísbrjótur

Forseti fór um borð í finnska ísbrjótinn Nordica, sem nú er staddur í Reykjavíkurhöfn, og kynnti sér gerð skipsins og verkefni þess í fylgd stjórnenda þess og Tero Vauraste, forstjóra útgerðarfélagsins Arctia Shipping sem á skipið. Nordica er mjög vel búið skip og smíðað í Finnlandi en þess má geta að Finnar eru leiðandi í smíði ísbrjóta á heimsvísu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar