Fréttir | 21. okt. 2017

Fjölmenningarhátíð

Forseti og forsetafrú sækja fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum í Rifi í Snæfellsbæ. Skemmtiatriði voru í boði og fram komu börn og fullorðnir af ólíkum uppruna. Einnig voru á boðstólum kræsingar frá ýmsum heimsins hornum. Í Snæfellsbæ býr núna fólk sem á rætur að rekja til fjölmargra mismunandi landa. Forseti flutti ávarp, minnti meðal annars á kosti fjölbreytni í samfélaginu og mikilvægi þess að þeir sem flytji hingað til lands fái aðstoð við að læra íslensku. Ávarp forseta

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar