Fréttir | 03. nóv. 2017

Konur í tónlist

Forseti sækir kynningu og umræður um Keychange, átaksverkefni sem er ætlað að auðvelda konum að hasla sér völl á öllum sviðum tónlistarheimsins. Á þeim vettvangi hafa karlar ráðið ríkjum þótt á því hafi vissulega verið undantekningar og heimur batnandi fari. Viðburðurinn var hluti tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem nú stendur yfir. Að umræðum loknum flutti forseti stutt ávarp um mikilvægi þess að konur geti haslað sér völl í tónlist til jafns við karla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar