Fréttir | 19. nóv. 2017

Minningardagur

Forseti sækir minningarathöfn um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Í ávarpi minnti forseti á þá hættu sem skapast þegar ökumenn nota snjallsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar en í ár beina samgönguyfirvöld sjónum sínum einkum að þessari vá. Þá þakkaði forseti lögreglu, sjúkraflutningaliði, starfsfólki Landhelgisgæslunnar og öðrum, sem eru einatt fyrstir á vettvang alvarlegra óhappa, fyrir þeirra brýna og fumlausa þátt. Loks vottaði forseti þeim samúð sem misst hafa ástvini í umferðarslysum og bað viðstadda að minnast hinna látnu með mínútu þögn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar