Fréttir | 29. nóv. 2017

Forseti Eistlands

Forseti og forsetafrú bjóða Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands, og fylgdarliði til hádegisverðar. Kaljulaid sækir heimsþing alþjóðasamtaka kvenna í stjórnmálum, WPL (Women Political Leaders) sem haldið er þessa dagana á Íslandi. Undir borðum var meðal annars rætt um samskipti Íslands og Eistlands að fornu og nýju, möguleika á frekara samstarfi og stöðu mála í okkar heimshluta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar