Fréttir | 19. des. 2017

HeForShe

Forseti Íslands kemur fram fyrir Íslands hönd í átakinu He For She. Hverju sinni taka tíu þjóðarleiðtogar þátt í átakinu sem miðar að því að karlar beiti sér í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Á sama hátt láta tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar að sér kveða með þessum hætti. Forseti tekur við keflinu af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi forsætisráðherra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar