Fréttir | 02. júní 2017

Kórsöngur í Klettakirkju

Forseti Íslands sækir tónleika Kórs Breiðholtskirkju í Klettakirkjunni frægu í Helsinki (Temppeliaaukion Kirkko) en kórinn er í söngferðalagi til Finnlands og Eistlands. Stjórnandi kórsins er Örn Magnússon og einsöngvari á tónleikunum var Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona. Velflest lögin á tónleikunum voru byggð á Graduale, messusöngbók Guðbrandar Þorlákssonar Hólabiskups sem út kom 1594 en kórinn flutti einnig lög eftir tónskáldin Heiðar Inga Þorsteinsson og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson sem er jafnframt félagi í kórnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar