Fréttir | 10. júní 2017

Listalíf á Akureyri

Forsetafrú kynnir sér gróskumikið listalíf á Akureyri í fylgd Þuríðar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Hofs. Hún fór meðal annars á sýningu í Deiglunni þar sem sýnd eru verk þeirra listamanna sem ekki komust að á sumarsýningunni í Ketilhúsinu og í Mjólkurbúðina þar sem Dagrún Matthíasdóttir sýnir verk sín. Þaðan fór forsetafrú í Flóru en þar eru vinnustofur, verslun og ýmsir viðburðir listamanna. Forsetafrú kynnti sér starfsemi Kaktus sem nýverið hefur fengið rúmgóða húsnæðið Dynheima til afnota fyrir vinnustofur listamanna, tónleikahald og aðra viðburði. Að lokum heimsótti hún Hof, menningarsetur Akureyrar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar