• Forseti með Sævari Péturssyni við fyrstu bifreið forseta Íslands, af Packardgerð. Hún er frá árinu 1942, keypt frá Bandaríkjunum árið 1945 í stað bifreiðar sömu gerðar sem var gjöf Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta til Sveins Björnssonar en sökk með Goðafossi þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944. Sævar sá um endurgerð Packardsins sem er í eigu Þjóðminjasafns Íslands en geymdur á Bessastöðum og notaður við hátíðleg tilefni.
Fréttir | 14. júní 2017

Fornbílar

Forseti tekur á móti félögum í Fornbílaklúbbi Íslands. Þeir óku til Bessastaða að kvöldi, þáðu þar veitingar og höfðu bifreiðar sínar til sýnis.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar