Fréttir | 01. des. 2017

Fullveldistónleikar

Forseti sækir fullveldistónleika Karlakórsins Fóstbræðra og flytur þar stutt ávarp. Á tónleikunum hófu eldri félagar kórsins einnig upp raust sína. Flutt voru íslensk ættjarðarlög og lauk samkomunni með því að kórfélagar og áheyrendur sungu þjóðsönginn saman.