Fréttir | 16. jan. 2018

Forsætisráðherra Grænlands

Forseti á fund með Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um góð samskipti Grænlands og Íslands, og færði ráðherrann forseta þakkir Grænlendinga fyrir þann stuðning sem Íslendingar sýndu í verki eftir náttúruhamfarirnar við Uummanaq í fyrrasumar. Einnig var m.a. rætt um plastmengun í hafi og önnur umhverfismál, um flugvellina á Grænlandi og vaxandi straum ferðamanna bæði þar og hér heima.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar